English (United Kingdom)Íslenska(Iceland)

Sérgerð málverk


Helga málar sérgerð málverk fyrir einstaklinga, bæði börn og fullorðna.

Málverkin eru hugleiðslu og innsæismyndir til styrkingar, blessunar, eflingar og gleði. Persónulegt sérgert málverk getur birt og minnt fólk á þann stórfengleika sem býr innra með hverjum og einum.

SMELLTU HÉR TIL AÐ PANTA SÉRGERT MÁLVERK


Þegar sérgerða málverkið  er pantað er bókaður tími með Helgu. Ef þú býrð nálægt Reykjavík hittir hún þig annað hvort á vinnustofu sinni eða heima hjá sér. Það er líka hægt að hafa samband símleiðis eða í gegnum Skype þegar pantað er erlendis frá. Helga selur málverk til allra heimshorna.

Í samtalinu við Helgu mun koma fram hvaða undirliggjandi óskir þú hefur til sérgerða málverksins og hvaða tilgangi það á að þjóna. Ef málverkið er ætlað öðrum en þeim sem talað er við mun Helga þurfa ljósmynd af viðkomandi.

Kjarninn
Sérgert málverk getur vakið upp tilfinningu um vernd og blessun og unnið heilandi í lífi þess sem málverkið er ætlað. Helga hugleiðir með einstaklinginn í huga, biður og staðfestir við uppsprettuna miklu, alls sem er, að hún megi taka á móti þeirri orku sem þörf er á og að form og litir ljóssins megi streyma í gegnum hana. Helga biður um að málverkið muni endurspegla orku ástar og gleði, að það veki innsæi móttakandans og stuðli að umbreytingu.

Málverkið mun endurspegla innri visku, kærleik og styrk einstaklingins. Það mun birta skilaboð og staðfestingu til þess sem myndin er unnin fyrir í formi lita, tákna og orku sem streymir frá myndinni. Hægt er að hugleiða inn á hana og nota sem jákvæða staðfestingu inn í lífið í hvert sinn sem horft er á hana. 
Sérgerðu málverkin endurspegla kjarna alls sem er og sýna hvernig sú orka tjáir sig og raunbirtist á margvíslega vegu. Ef sérgert málverk á að uppfylla hlutverk sitt, verðum við að vera viljug til að viðurkenna og opna fyrir þær mörgu leiðir sem alheimurinn notar til að koma skilaboðum til okkar.

Athugið að fyrir sérgerða málverkið þitt er þér velkomið að vitna í önnur málverk eftir Helgu hér á síðunni. Ákveðin form eða litir gætu hafa vakið upp sérstakar tilfinningar innra með þér.


 

List sálarinnar helga@artofthesoul.iss. 691 1391