English (United Kingdom)Íslenska(Iceland)
Umsagnir

„Verkin sýna þær gjafir sem koma til okkar þegar við treystum innsæi okkar. Þau gefa okkur hugrekki og innblástur svo við getum deilt því með öðrum , hver við erum, og um leið lært meira um okkur sjálf .“
Julia Balzer Riley, RN, MN, HNC

„Þegar ég sá fyrst myndir Helgu snertu þær sálarkjarnan í mér. Eftir að ég hafði séð hana vinna myndir sínar þá skildi ég til fullnustu hvers vegna þær höfðu slík áhrif á mig. Þegar hún vinnur myndirnar þá gjörbreytist ára hennar. Hún tengist inn á hærri tíðnisvið. Myndir hennar færa mér djúpa friðar og kærleikstilfinningu.“
Ragnheiður Ólafsdótti, áruteiknari og miðill

„Myndirnar birta veröld sem ekki allir sjá. Þar af leiðandi eru þær mörgum nýstárlegar og víkka sjóndeildarhring áhorfandans. Má líta á myndirnar sem eins og séð væri inn um glugga inn í hulduheima.“ 
Úlfur Ragnarsson, læknir

„Myndin mín hjálpar mér að tengjast mínu æðra sjálfi.  Hún hvetur mig og færir mér frið.“
Viðar Aðalsteinsson, dáleiðslufræðingur og sérfræðingur í EFT

„Myndirnar hennar Helgu gefa birtu og yl. Þær gefa sýn inn í ljósheima og geta tengt okkur við hið innra.“
Erla Stefánsdóttir, píanókennari og sjáandi

„Ég var á sjúkrahúsi og beið eftir því að fara í stóra aðgerð sem ég kveið mikið fyrir þegar ég fékk myndina mína hjá Helgu. Myndin hafði strax þau áhrif á mig að mér fannst ég sjá verndara í skýrri mynd, kominn til að vera. Ég fann lækningamátt og kærleika streyma út frá myndinni. Hún veitti mér kjark og öryggi og ég fór í mína aðgerð óhrædd og ég trúi því að myndin hafi hjálpað mér að ná bata, fyrr en ella. Ég nota myndina mína mikið í hugleiðslu og fæ styrk og þrótt frá henni.” 
Sigríður Bachmann, ljósmyndari

„Ég var með einkatíma fyrir mann þegar ég skyndilega finn fyrir kærleiksorku.  Ég hélt fyrst að hún tengdist manninum, að hann hefði svona gott hjartalag , en sé þá konu birtast sem vekur athygli mína á að þetta kærleiksstreymi komi frá gulri mynd eftir Helgu sem nýbúið var að hengja fyrir ofan skrifborðið í S.R.F.Í. Þegar ég lít á myndina sé ég sreyma frá henni hvítgyllta geisla og finn aftur fyrir þessum mikla kærleika.“
Þórunn Maggý Guðmundsdóttir, miðill

„Þegar ég horfi á myndirnar hennar Helgu ferðast ég umsvifalaust inn í andlega heima.  Þessir heimar opna augu mín og minna mig á stórfengleika tilverunnar. Ég nýt þess að hafa aðgang að allri þeirri fegurð. “

Rúna Bouius, Los Angeles, USA

 

 

 

 


 

 


 

 

List sálarinnar helga@artofthesoul.iss. 691 1391