English (United Kingdom)Íslenska(Iceland)
Sýningar

Málverk Helgu gefa frá sér friðsæld, fegurð og gleði inni á fjölmörgum heimilum hérlendis sem og erlendis. Einnig eru mörg málverk í opinberri eigu og í eigu stofnanna og félagasamtaka.

Helga hefur haldið frumlegar einkasýningar. Allt frá því að opna sýningu á stórum og kraftmiklum akrýl listaverkum í líkamsræktarstöðinni World Class í Reykjavík til sýningar á hugljúfum pastel verkum á Hornströndum, friðlandi á Vestfjörðum. Þar sýndi hún listaseríuna Andlit friðar en þau verk áttu sérstaklega vel við dulúðlegt umhverfið, kyrrðina og villta náttúruna. Árið 2000 fór Helga og sýndi myndlist sína í Nýju-Mexíkó í Bandaríkjunum og árið 1998 hélt hún rafræna myndlistarsýningu á veraldarvefnum.

Helga hefur einnig tekið þátt í fjölbreyttum samsýningum og stendur helst upp úr sýningin Skilaboð til Jarðarinnar sem haldin var við rætur Heklu 1996.

Fjölbreytileiki sýningarstaða og sýningarforma gerir verkin hennar Helgu aðgengileg fyrir sem flesta.  Fegurðin og boðskapur friðar og kærleika sem endurspeglast í List Sálarinnar mun fá að flæða frjálst og streyma óhindrað til okkar allra.


Einkasýningar:

2013  Energia Smáralind, Kópavogur

2012  Menningarnótt Pedersen svítan Gamla bíó, Reykjavík

2012  Cafe Loki, Reykjavik

2011 AYNI summit, Hotel Edda ML / Laugarvatn

2010  Nýjaland, heilsustofa, heilunarskóli, Seltjarnarnesi                       

2010  Skemman Hvanneyri Borgarfjörður

2005  Kærleikssetrið, Reykjavík

2005  Hótel Hellnar, Snæfellsnesi

2004  Feng Shui Húsið, Reykjavík

2004  Dýralæknisbústaðurinn, Hesteyri Jökulfjörðum, Hornströndum

2000 Ráðstefna AHNA (The American Holistic Nurses Association), New Mexico

1998  Rafræn sýning á veraldarvefnum

1997  Kaffi Krókur, Sauðárkróki

1997  Í húsi Guðspekifélagsins, Akureyri

1997  World Class, Reykjavík

1996  Í húsi Sálarrannsóknarfélagsins í Hveragerði

1995  Á næstu grösum, Reykjavík

1995  Söngsmiðjan, Reykjavík

1994  Gerðuberg, Reykjavík

1994  Vonarland Egilsstöðum

1993  Í húsi Geislans, Keflavík

1993  Gerðuberg, Reykjavík

1991  Í húsi Rafmagnsveitunnar, Egilsstöðum

1991  Safnahúsið á Húsavík

1991  Snæfellsás mannræktarmót, Hellnum Snæfellsnesi

1991  Í húsi Árvakurs, Eskifirði

1990  Safnahúsið á Húsavík

1990  Ljósmyndasafn Reykjavíkur

1989  Menntaskólinn á Egilsstöðum


Samsýningar:

2013  Hafnarborg, Hafnarfirði

2005  Gullkistan listahátið, Laugarvatni

1997  Ráðstefna FÍH

1997  Englamessa í Listasafni Selfoss

1996  Skilaboð til jarðarinnar við rætur Heklu

1990  Menningar- og listasýning, Fellabæ

1989  Menningar- og listasýning, Egilsstöðum

1988  Menningar- og listasýning, Egilsstöðum

1986  Vín, Akureyri

  

List sálarinnar helga@artofthesoul.iss. 691 1391