English (United Kingdom)Íslenska(Iceland)

artofthesoul

List sálarinnar tengir fólk alheimsneistanum innra með sér og gefur því tækifæri til að leyfa skynjun sinni að dvelja við einingarvitund alls sem er,  viskunni, stórfengleikanum og einfaldleikanum sem við öll erum partur af.  Við erum öll eitt.


List Helgu lýtur að innri upplifun mannsins, skynjun andartaksins og tengingu hans við kjarnann sinn, sálina, æðra Sjálfið og einingarvitundina ~ Guð í alheimsgeimi ~ Guð í sjálfum sér.

List Helgu er innsæislist. Hún málar myndir af innri verund sem spegla upplifun handan orða.   Þessar myndir innri verundar gefa innsýn inn í hin mörgu svið tilvistarinnar og hreyfir oft við innsæi áhorfandans.  
Helga málar verk sín í kjölfar hugleiðslu þar sem sköpunarflæði innsæis og lita ljóssins eru ríkjandi. Öll hljóð, orð, form og litir bera með sér ákveðna orkuhreyfingu sem hefur áhrif á líðan okkar.  Litir og fegurð efla og lyfta upp anda okkar og tengja okkur við andardrátt alheimsins.

Helga er afar þákklát fyrir að fá að taka þátt í að veita fegurð og ljósi inn í þennan heim með myndum sínum. Öll erum við sameinuð í stórkostlegri einingarvitund alls sem er og hjálpum hvort öðru að finna hversu megnug við erum á leið okkar til sjálfsuppgötvunar. Merkur meistari, Dwjal Kuhl, sagði eitt sinn að þegar við fríum okkur frá egóinu þá mun hinn sanni neisti Guðs skína í gegn. Þessi orð eru mikil sannindi sem endurspeglast í innri verundar myndum Helgu, eða í List Sálarinnar.

Því fyrr sem við hjálpum hvort öðru og hvetjum til frekari skilnings og meiri kærleika, því betra verður það fyrir alla að lifa hér á jörð.  Flest okkar hafa þá ósk í hjarta að ljá æðra Sjálfinu rödd í lífinu og verða meðvitaðri um innri styrk okkar.  Með því að leiða hærri tíðni í gegnum hinn efnislega part okkar, líkamann, raunbirtum við umlykjandi skilning, sátt og gleði.   Styrkur umbreytingarinnar getur vakið upp þá stórfenglegu meðvitund sem lifir innra með okkur.
 

List sálarinnar helga@artofthesoul.iss. 691 1391