English (United Kingdom)Íslenska(Iceland)

Litir Ljóssins

Hugleiðsla - Sköpun - Heilun – Sjálfstyrking


Námskeið sem veitir þér tækifæri til að komast í tengingu við sköpunarkraftinn þinn

Þátttakendur eru leiddir inn í slökun á líkama og huga þar sem þeir upplifa sjónmyndir og tilfinningu um innri fegurð í formi lita. Viljastyrkur, lífsgleði og sköpunarkraftur þeirra eykst. Unnið er með pastel liti á velour pappír. Í gegnum hugleiðslu og málun vex trúartraustið og þátttakendur finna hjá sér aukna samkennd, frið og einingarvitund. Innsæi þeirra opnast meira um leið og þeir tengja við kjarna sinn og skynja ljós sitt, visku og kærleika.

Þú upplifir verund þína og veruleika á öllum sviðum í flæði lita og tóna, alheimurinn er innra með þér

Námskeiðið er föstudagskvöld kl.19 – 22 og laugardag frá 11 – 16
· Verð 25.000 - allt efni til málunar innifalið og hressing
· Allir geta tekið þátt í námskeiðinu óháð kunnáttu eða reynslu í málun
· Nánari upplýsingar - Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

 

List sálarinnar helga@artofthesoul.iss. 691 1391